Skip to main content

Myndakvöld

Með október 11, 2012janúar 21st, 2019Fréttir

MYNDAKVÖLD UM FERÐ SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS TIL ÞÝSKALANDS

 

Skógræktarfélag Íslands efndi til ferðar til Bæjaralands í Þýskalandi dagana 11.−18. september s.l.

 

Nokkrir félagar úr Skógræktarfélagi Garðabæjar slóust í för og munu skýra okkur hinum frá ferðinni í tali og með myndum næstkomandi þriðjudagskvöld 16. október. Þarna munum við kynnast einu vinsælasta héraði Þýskalands, skógum þess og öðrum menningarverðmætum á borð við kastala, klaustur og miðaldabæi. Ferðast var m.a. um Bayerischer Wald – stærsta og elsta þjóðgarð landsins, sem liggur að landamærum Þýskalands og Tékklands, en einnig staldrað við í Regensburg, Kelheim og München. Sjón er sögu ríkari. Fararstjóri var Hrefna Einarsdóttir, leiðsögumaður Marcus Kühling og túlkur í ferðinni var Barbara Stanzeit.

 

Myndakvöldið verður haldið í Safnaðarheimili Vídalínskirkju þriðjudagskvöldið 16. október 2012 og hefst klukkan átta. Barbara mun segja frá ferðinni og myndasmiður er Erla Bil.

 

Boðið er upp á kaffi og kleinur í hléinu.

 

Allir velkomnir.

 

Stjórn Skógræktarfélags Garðabæjar