Nýr trjásýnistígur í Smalaholti verður opnaður formlega þriðjudaginn 9. ágúst n.k. kl. 17:00. Stígurinn er hluti af stígum sem Skógræktarfélag Garðabæjar hefur skipulagt og lagðir hafa verið undanfarin sumur af atvinnuátaki og skógræktarhópum. Stígarnir eru lagðir með það í huga að gefa gestum tækifæri til að njóta fjölbreytts og vaxandi skógar í Smalaholti. Smalaholt er elsta skógræktarsvæði á vegum Skógræktarfélags Garðabæjar en þar var byrjað að planta 1988. Sjá nánari upplýsingar um svæðið á https://www.skoggb.is/index.php/svaedin/smalaholt
Boðið er til göngu og fagnaðar þriðjudaginn 9. ágúst kl. 17:00 og eru allir sem hafa áhuga velkomnir. Mæting á aðalplani í Smalaholti við Elliðavatnsveg norðan Vífilsstaðavatns.