Skip to main content

Yrkjugróðursetningar 2017

Með september 17, 2017janúar 21st, 2019Fréttir

Yrkjugróðursetningar í landi Bessastaða


Undanfarna daga í september hafa nemendur 4. bekkjadeilda Álftanesskóla og Hofsstaðaskóla

gróðursett birkiplöntur í landi Bessastaða. Plönturnar fá skólarnir úthlutað úr Yrkjusjóði er

frú Vigdís Finnbogadóttir stofnaði.


Einnig mættu allir nemendur Sjálandsskóla og Alþjóðaskólans í Sandahlíð til gróðursetningar yrkjuplantna.


Yrkjuverkefnið er í umsjón Skógræktarfélags Garðabæjar sem útvegar svæði til gróðursetninga

og leiðbeinir nemendum og kennurum við gróðursetningarnar.


Hvert barn gróðursetur um tvær plöntur hvert og fræðist um gróður og nýtur útiveru enda var

haustveðrið gott.